Fréttir og tilkynningar

Starfsleyfi endurnýjað

3. jan. 2023

Starfsleyfi VBM hefur nú verið endurnýjað á grundvelli laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga og gildir á evrópska efnahagssvæðinu og stækkar því starfsvæði VBM töluvert og er þetta stór og mikilvægur áfangi fyrir félagið.

Endurnýjað starfsleyfi gerir VBM kleift að þjónusta sína viðskiptavini enn betur á nýju ári m.a. með skráningu útgáfa og hvers kyns umsýslu fyrirtækjaaðgerða svo eitthvað sé nefnt. Okkar markmið er að veita frábæra þjónustu á góðu verði til íslensks fjármálamarkaðar.

Sjá frétt Seðlabanka Íslands https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/01/03/Verdbrefamidstod-Islands-hf.-faer-uppfaert-starfsleyfi-sem-verdbrefamidstod-/