Starfsemi félagsins
Kjarnastarfsemi okkar er:
- Skráning rafbréfa í rafrænt kerfi, lögbókunarþjónusta.
- Miðlæg vörslu og réttindaskráning og þ.m. útvegun verðbréfareikninga á efsta stigi.
- Starfræksla verðbréfauppgjörskerfis.
Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM) hefur starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð. Í því felst að VBM rekur verðbréfauppgjörskerfi og annast uppgjör verðbréfaviðskipta með rafbréf í samræmi við lög og reglur og samkvæmt samningi við Seðlabanka Íslands, hvort heldur sem um er að ræða verðbréfaviðskipti á skipulögðum markaði eða utan. VBM annast framkvæmd verðbréfauppgjörs samkvæmt viðskiptafyrirmælum frá reikningsstofnunum sem eru aðilar að kerfi VBM. Jafnframt framkvæmir VBM rafræna eignarskráningu verðbréfa sem felur í sér skráningu hvers kyns réttinda yfir rafbréfum byggt á viðskiptafyrirmælum, beint á eigendur eða á safnreikninga. Þá sér VBM um útgáfu rafrænna verðbréfa og vörslu á þeim.
VBM starfar samkvæmt íslenskum lögum og heyrir undir eftirlit á Íslandi.