Starfsemi félagins
Verðbréfamiðstöð Íslands þjónustar útgefendur og fjárfesta með öll verðbréf (hlutabréf, skuldabréf, víxla og hlutdeildarskírteini, einnig þau sem ekki eru skráð í kauphöll) með rafræna skráningu bréfa. VBM rekur verðbréfauppgjörskerfi sem tengt er við Seðlabanka Íslands, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. VBM er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og banka.
Rafræn eignaskráning verðbréfa
Verðbréfamiðstöð Íslands þjónustar útgefendur og fjárfesta með öll verðbréf (hlutabréf, skuldabréf, víxla og hlutdeildarskírteini, einnig þau sem ekki eru skráð í kauphöll) með rafræna skráningu bréfa. VBM rekur verðbréfauppgjörskerfi sem tengt er við Seðlabanka Íslands, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. VBM er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og banka.
Ávinningur af skráningu
Ávinningur af skráningu í verðbréfamiðstöð í liggur í lögformlegri staðfestingu á eignarhaldi og réttindum, fjárfestirinn sér eignir sínar og hreyfingar í netbanka og hjá skattinum. Skráning eykur öryggi fyrir fjárfesta og fagmennsku í kringum fjárfestingar. Viðskipti með verðbréf er formlegt, einfalt og öruggt ferli. Í kerfinu hjá okkur er hluthafaskráin alltaf uppfærð skv. nýjustu hreyfingum og hægt er að framkvæma allar fyrirtækjaaðgerðir.
Starfsleyfi á evrópska efnahagssvæðinu:
Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM) hefur starfsleyfi á grundvelli laga nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga og gildir á evrópska efnahagssvæðinu og stækkar því starfsvæði VBM töluvert og er þetta stór og mikilvægur áfangi fyrir félagið. VBM mun nýta sér þessar aðstæður á markaði með tengingum við verðbréfamiðstöðvar í Evrópu. Þegar þær tengingar verða komnar á, munu þær auka aðgengi að Íslenska markaðnum og auðvelda Íslendingum að eiga viðskipti með verðbréf sem gefin eru út á evrópska efnahagssvæðinu.