Þjónusta við útgefendur

VBM býður útgefendum upp á fjölþætta þjónustu.

Verðbréfamiðstöð Íslands hf. býður útgefendum verðbréfa upp á þjónustu samkvæmt lögum nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga.

Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM) gegnir mikilvægu hlutverki sem þjónustuaðili útgefenda og fjárfesta sem umsjónaraðili rafbréfa. Við útgáfu rafbréfa í kerfi VBM verður útgefandi aðili að rafrænni dreifileið/miðlun til fjárfesta. Réttindi eigenda eru varðveitt á rafrænan hátt og staðfesting um eignarhald og réttindi liggur því ávallt fyrir.

VBM býður útgefendum verðbréfa upp á að gera útgáfusamning um nýjar og eldri útgáfur sem þegar eru útgefnar í annarri verðbréfamiðstöð. Við undirritun samnings er útgáfan stofnuð sem rafbréf í viðskiptakerfi VBM. VBM ábyrgist að skráningar á réttindum yfir rafbréfum útgefenda séu í samræmi við skráningarfærslu reikningsstofnun (RS). Til grundvallar þjónustu við útgefanda er útgáfusamningur eftir tegund útgáfu þar sem fram kemur auðkenni útgáfu og önnur skilyrði sem varða útgáfuna. Allar breytingar á útgáfusamningi eða útgáfulýsingu þarf að tilkynna til VBM.

Með útgáfusamningi og útgáfulýsingu getur útgefandi fengið aðgang að viðskiptakerfi VBM. Hlutafélag getur t.a.m. fengið aðgang að hluthafalista og útgefandi skuldabréfa yfirlit yfir þær útgáfur sem hann hefur gefið út og stöðu í hverjum flokki.

Helstu þjónustuþættir

Útgáfa

  • Útgáfa rafbréfa í íslenskum krónum og öðrum myntum.
  • VBM býður upp á útgáfu hlutabréfa, skuldabréfa, víxla og hlutdeildarskírteina í sjóðum.
  • Rafræn eignarskráning, staðfesting um eignarhald og réttindi.

Fyrirtækjaaðgerðir

  • VBM hefur milligöngu um skil á arðgreiðslum frá hlutafélagi til eigenda fyrir milligöngu reikningsstofnana.
  • VBM hefur milligöngu um skil á vaxtagreiðslum og afborgunum frá útgefendum til eigenda fyrir milligöngu reikningsstofnana.
  • VBM hefur milligöngu um aðrar fyrirtækjaaðgerðir í samræmi við beiðni útgefanda.

Upplýsingar

  • Aðgengi hlutafélags að hluthafalista.
  • Yfirlit yfir skuldabréfaútgáfur.
  • Aðrar rafrænar skýrslur og yfirlit.
  • Upplýsingar má nálgast á heimasíðu VBM, á netfang vbm@vbm.is eða í síma 580-8600.

 Markmið VBM er að veita útgefendum skilvirka og örugga þjónustu samkvæmt þeim lögum og reglum er gilda um starfsemina á hverjum tíma. Þjónusta VBM byggir á skilvirkum kerfum, ferlum og eftirliti, með það að leiðarljósi að lágmarka kostnað og rekstraráhættu.