Fréttir og tilkynningar

Lánamál ríkisins

1. jún. 2022

Seðlabankinn fyrir hönd Lánamála ríkisins hafa skráð rafrænt víxil hjá Verðbréfamiðstöð Íslands sem skráður er í Kauphöll (Nasdaq Nordic Iceland) og er með fyrsta viðskiptadag 1. júní n.k. Frekari upplýsingar um víxilinn má nálgast á vef VBM https://www.vbm.is/utgafur/utgafa/rikv220921

VBM gegnir hlutverki sem þjónustuaðili útgefenda og fjárfesta sem umsjónaraðili rafbréfa. Við útgáfu rafbréfa í kerfi VBM verður útgefandi aðili að rafrænni miðlun til fjárfesta. Réttindi eigenda eru varðveitt rafrænt og staðfesting um eignarhald og réttindi liggur því ávallt fyrir. VBM býður útgefendum skráðra og óskráðra verðbréfa upp á samning um útgáfu og þjónustu.

Sérstaða VBM felst í því að vera að fullu íslenskur innviður sem starfrækir verðbréfauppgjörskerfi og annast uppgjör verðbréfaviðskipta undir íslensku eftirliti.