Við mótum framtíð verðbréfaskráningar

Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) er lykilaðili í fjármálainnviðum á Íslandi sem annast rafræna skráningu, vörslu og uppgjör verðbréfa í öruggu og miðlægu kerfi sem hýst er á Íslandi. 

Öruggur kostur við skráningu verðbréfa


Við hjá VBM þjónustum og styðjum útgefendur og fjárfesta með öruggri rafrænni eignarskráningu verðbréfa, hvort sem um ræðir hlutabréf, skuldabréf, víxla eða hlutdeildarskírteini og hvort sem verðbréfin eru skráð í kauphöll eða ekki. 

Við leggjum áherslu á skilvirka og örugga ferla samhliða sveigjanleika í þjónustu við fjárfesta og eigendur verðbréfa.

Traustur og óháður valkostur


VBM hefur frá stofnun lagt áherslu á að vera óháður og skilvirkur valkostur fyrir fjárfesta og eigendur verðbréfa. Hlutverk okkar er að annast örugga skráningu, vörslu og uppgjör rafrænna verðbréfa. Það þýðir að þú getur treyst á einfalt og skilvirkt kerfi sem hentar þínum rekstri og útgáfu.

Þjónusta

Lykilaðili á fjármálamarkaði


VBM gegnir lykilhlutverki í fjármálainnviðum landsins. Við sjáum um örugga og skilvirka framkvæmda uppgjöra fyrir þátttakendur í uppgjörskerfi VBM, hvort sem um er að ræða viðskipti á skipulögðum markaði eða utan hans. Með öflugu uppgjörskerfi og samningi við Seðlabanka Íslands tryggjum við að hver einasta skráning gangi hratt og örugglega fyrir sig.

Við önnumst framkvæmd verðbréfauppgjöra samkvæmt viðskiptafyrirmælum frá viðskiptavinum okkar sem tengdir eru við kerfi VBM.

Fréttir og tilkynningar

Eftir Halldóra Guðrún Hinriksdóttir 15. janúar 2025
„Ferli við skráningu og greiðslu víxla hjá VBM gengur hratt og vel fyrir sig og fyrir hönd Ölgerðarinnar get ég fyllilega mælt með þjónustu VBM“. Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs Ölgerðarinnar.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 23. janúar 2024
„Algalíf Iceland hf. hefur skráð hlutabréf félagsins hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. ( VBM) og fær með því lögformlega staðfestingu á eignarhaldi og réttindum fyrir fjárfesta auk þess sem skráning í verðbréfamiðstöð einfaldar vinnu stjórnenda og fjárfestar sjá eignir sínar og hreyfingar í netbanka.  Við erum mjög ánægð að hafa valið að skrá hlutabréf félagsins hjá VBM og vorum leidd í gegnum skráningarferlið af öryggi og fagmennsku.“ Orri Björnsson framkvæmdastjóri Algalíf Iceland hf.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 27. nóvember 2023
Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að VBM er nú orðinn fullgildur aðili að ECSDA (European Central Securities Depositories Association) , samtökum evrópskra verðbréfamiðstöðva.
Fleiri fréttir