Aðgengi að norrænum fjárfestum

VBM og DNB Carnegie opna íslenskum fyrirtækjum leið inn á Euronext kauphöllina

Euronext kauphöllin í Osló

DNB Carnegie milligönguaðili fyrir euronext kauphöllina  Í Osló

Verðbréfamiðstöð Íslands er aðili að Euronext Osló kauphöllinni í gengum samstarf VBM og DNB Carnegie.  Með skráningu verðbréfa á Euronext geta íslensk fyrirtæki aukið sýnileika sinn gagnavart norrænum fjárfestum og skráð verðbréf í stærstu samstæðu kauphalla í Evrópu.

Einfalt skráningarferli

Í gegnum samstarf VBM og DNB Carnegie verða íslensk verðbréf (hluta- eða skuldabréf) vistuð á safnreikningi hjá DNB Carnegie.  Með milligöngu DNB Carnegie er hægt að skrá bréfin hjá Euronext kauphöllinni í Osló og gera þau sýnileg norrænum og alþjóðlegum fjárfestum.

Euronext í Osló er leiðandi vettvangur fyrir fyrirtæki í orku, skipaútgerð, sjávarútvegi og laxeldi. Samstarfið veitir íslenskum fyrirtækjum á  öllum vaxtastigum aðgang að fjölbreyttum hópi fjárfesta og getur orðið lykilvettvangur til alþjóðlegs vaxtar.                                                                                   

AÐ SKRÁ BRÉF Í EURONEXT KAUPHÖLLINA

Til að gera útgáfu norskra samninga (NDR) í Euronext kauphöllinni í Osló mögulega, mun DNB Carnegie leggja samsvarandi fjölda hluta í íslenskum verðbréfum inn hjá vörslubanka. Þessir hlutir samsvara fjölda NDR sem verða gefin út og verða undirliggjandi eign sem norsku innistæðuskírteinin byggja á. Þau innistæðuskírteini þurfa að vera skráð á einn af viðurkenndum skráningarmörkuðum Euronext Oslo Børs. 

Þetta fyrirkomulag gefur íslenskum útgefendum verðbréfa aukinn sýnileika gagnvart bæði norrænum og alþjóðlegum fjárfestum.

DNB Carnegie mun sjá um útgáfu norsku innistæðuskírteinanna og annast samskipti við Euronext kauphöllina í Osló og stjórna fyrstu dreifingu þeirra. Þannig geta norrænir og alþjóðlegir fjárfestar átt viðskipti með norsk innistæðuskírteini í Euronext kauphöllinni í Osló sem byggja á íslenskum hlutabréfum.


Það er gert með útboði á svokölluðum Norwegian Depository Receipts.

hafðu samband

Hafir þú áhuga á að skrá verðbréf á Euronext eða fá nánari upplýsingar um hvort skráning á  Euronext henti þínu fyrirtæki skaltu hafa samband við sérfræðinga VBM - skraning@vbm.is