Þjónusta við reikningsstofnanir


Skilvirk þjónusta við aðila að uppgjörskerfinu

Við hjá VBM sjáum um rekstur verðbréfauppgjörskerfis og um uppgjör viðskipta með verðbréf, bæði á skipulögðum mörkuðum og utan þeirra. Þetta er gert í samræmi við lög og reglur og með samningi við Seðlabanka Íslands. Við sjáum einnig um að framkvæma uppgjör út frá viðskiptafyrirmælum aðila sem tengdir eru kerfi VBM. 


Núverandi aðildarfélög (reikningsstofnanir) eru eftirfarandi:

  • Seðlabanki Íslands
  • Arion banki hf.
  • Íslandsbanki hf.
  • Landsbankinn hf.


VBM býður þrjár tegundir af aðildarsamningum fyrir reikningsstofnanir, eftir því hvort reikningsstofnun er þátttakandi í millibankakerfi Seðlabanka Íslands og hvort reikningsstofnun útvisti aðgangi að VBM.


Aðild veitir m.a.: 

  • Aðgang að verðbréfauppgjörskerfum VBM
  • Heimild til að senda rafræn viðskiptafyrirmæli
  • Möguleika á að stofna vörslureikninga fyrir viðskiptavini


Uppgjörskerfi VBM gegnir lykilhlutverki í að tryggja áreiðanleika og öryggi verðbréfaviðskipta – jafnvel á tímum mikils álags á fjármálamarkaði.



VBM er með starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu. 

Quick Clear kerfið er vottað samkvæmt CSDR reglugerð og samhæft T2S. Öll gögn og kerfi eru örugglega hýst hjá Reiknistofu bankanna. 

Sæktu um aðild að VBM

Við bjóðum þátttakendum á markaði velkomna til að sækja um aðild að VBM. Við viljum tryggja að ferlið gangi hnökralaust fyrir sig. Því gætum við þurft að óska eftir frekari gögnum eða upplýsingum eftir því sem við á.


Sækja má um aðild með því að fylla út umsóknarform um aðild.

                               

 Í umsókn skal koma fram nafn, heimilisfang og kennitala lögaðila ásamt staðfestingu lögbærs stjórnvalds í heimaríki lögaðila um á heimild umsækjanda til að stunda verðbréfaviðskipti. 

Ef spurningar vakna eða þig vantar aðstoð við umsóknina, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur.                                   


Þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist fer sérfræðingur VBM yfir umsóknina með tilliti til lagalegrar, fjárhagslegrar og rekstrarlegrar áhættu. Við leggjum okkur fram við að ljúka afgreiðslu umsókna eins fljótt og unnt er.


Allt mat og meðferð umsókna fer fram í samræmi við reglur VBM


Helstu þjónustuþættir

Varðveisla eigna og réttinda

  • Rafræn eignarskráning, staðfesting um eignarhald og réttindi. Eignarskráning getur farið fram með tvennum hætti, beint á eigendur eða með skráningu á safnreikning í samræmi við heimildir.
  • VBM getur eignarskráð hlutabréf, skuldabréf, víxla og hlutdeildarskírteini í sjóðum, bæði í íslenskum krónum og öðrum myntum.
  • Varsla verðbréfa og réttinda.
  • VBM veitir aðgang að upplýsingum um væntanlegar vaxtagreiðslur og afborganir.
  • VBM hefur milligöngu um skil á arðgreiðslum frá hlutafélagi til reikningsstofnunar.
  • VBM hefur milligöngu um skil á vaxtagreiðslum og afborgunum frá útgefendum.
  • VBM hefur milligöngu um aðrar fyrirtækjaaðgerðir í samræmi við beiðni útgefanda.

Uppgjörsþjónusta vegna verðbréfaviðskipta

  • Uppgjör kauphallarviðskipta með rafræn verðbréf.
  • Uppgjör annarra viðskipta með rafræn verðbréf samkvæmt viðskiptafyrirmælum.
  • Uppgjörstímar VBM í Millibankakerfi Seðlabanka Íslands eru kl 10:00, 13:30 og 15:30.

Upplýsingar

  • Uppgjör kauphallarviðskipta með rafræn verðbréf.
  • Uppgjör annarra viðskipta með rafræn verðbréf samkvæmt viðskiptafyrirmælum.
  • Uppgjörstímar VBM í Millibankakerfi Seðlabanka Íslands eru kl 10:00, 13:30 og 15:30.

Framseld reglugerð no. 2021/ees/66/02


Tilgangur reglugerðarinnar er að koma í veg fyrir uppgjörsbresti og hvetja til aga í uppgjöri eins og segir í texta þar. Ef uppgjör á sér ekki stað á umsömdum degi, eru sektir reiknaðar út og lagðar á þann sem stendur ekki við sinn hluta uppgjörs. Umrædd sekt er reiknuð daglega þar til uppgjör hefur átt sér stað. Sektin er síðan innheimt og greidd til þess sem varð fyrir umræddum bresti.

Uppgjörsagi og reglur

Þjónusta við reikningsstofnanir