Aðgengi að norrænum fjárfestum

10. september 2025
Aðgengi að norrænum fjárfestum

Verðbréfamiðstöð Íslands (VBM) og DNB Carnegie opna íslenskum fyrirtækjum leið inn á Euronext kauphöllina
- Samstarfsamningur VBM og DNB Carnegie opnar fyrirtækjum leið inn í stærstu kauphöll Evrópu
- Veitir fyrirtækjum á öllum vaxtarstigum, að gefnum vissum skilyrðum, aðgang að fjölbreyttum hópi fjárfesta
- DNB Carnegie milligöngaðili fyrir íslensk verðbréf

Reykjavík 8. september 2025 Verðbréfamiðstöð Íslands og norski bankinn DNB Carnegie hafa undirritað samstarfssamning sem gerir íslenskum útgefendum verðbréfa kleift að skrá verðbréf á markaði á Euronext kauphöllinni í Osló með einföldum og skilvirkum hætti.

Með samningnum opnast nýr möguleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja auka sýnileika sinn gagnvart norrænum fjárfestum.   

Euronext kauphöllin í Osló er leiðandi vettvangur fyrir fyrirtæki í orku, skipaútgerð, sjávarútvegi, laxeldi, hugbúnaðarþróun og heilbrigðistækni. Kauphöllin veitir fyrirtækjum á öllum vaxtarstigum aðgang að fjölbreyttum hópi fjárfesta og er lykilvettvangur fyrir þau fyrirtæki sem vilja vaxa á alþjóðavísu.

Um er að ræða stærstu samstæðu verðbréfamiðstöðva og kauphalla í Evrópu sem starfar á sjö mörkuðum: Amsterdam, Brussel, Dublin, Kaupmannahöfn, Lissabon, Mílanó, Osló og París. Euronext kauphöllin í Osló þjónar yfir 1.900 skráðum félögum og tryggir hnökralaus viðskipti með hlutabréf, skuldabréf, sjóði og afleiður á degi hverjum.  

DNB Carnegie verður milligönguaðili 

Til að gera útgáfu norskra samninga (NDR) í Euronext kauphöllinni í Osló mögulega, mun DNB Carnegie leggja samsvarandi fjölda hluta í íslenskum verðbréfum inn hjá vörslubanka. Þessir hlutir samsvara fjölda NDR sem verða gefin út og verða undirliggjandi eign sem norsku innistæðuskírteinin byggja á. Þau innistæðuskírteini þurfa að vera skráð á einn af viðurkenndum skráningarmörkuðum Euronext Oslo Børs. 

Þetta fyrirkomulag gefur íslenskum útgefendum verðbréfa aukinn sýnileika gagnvart bæði norrænum og alþjóðlegum fjárfestum.

DNB Carnegie mun sjá um útgáfu norsku innistæðuskírteinanna og annast samskipti við Euronext kauphöllina í Osló og stjórna fyrstu dreifingu þeirra. Þannig geta norrænir og alþjóðlegir fjárfestar átt viðskipti með norsk innistæðuskírteini í Euronext kauphöllinni í Osló sem byggja á íslenskum hlutabréfum.

Halldóra Guðrún Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri VBM:

„Þetta eru mjög mikilvæg tímamót fyrir íslenskan fjármálamarkað. Markmið þessa samstarfs er að gera íslenskum fyrirtækjum kleift að tengjast stærri hópi fjárfesta, sérstaklega í Noregi og á Norðurlöndum, með einföldum hætti. Með því að opna aðgang íslenskra félaga að Euronext kauphöllinni í Osló felst tækifæri til að dýpka þann markað sem íslensk fyrirtæki starfa á. Við finnum fyrir miklum áhuga íslenskra fyrirtækja sem hafa í hyggju að sækja fjármagn á norræna verðbréfamarkaði. Samstarf VBM og DNB Carnegie styrkir íslenskan fjármálamarkað með auknu framboði fjármögnunarkosta og aukinni samkeppni. Þann 7. október munum við svo halda veglega ráðstefnu með ráðamönnum úr íslensku viðskipta- og atvinnulífi auk fulltrúum frá bæði DNB Carnegie og norsku kauphöllinni, Euronext Oslo Børs. Þar ræðum við nánar hvernig ferlið virkar og hvaða tækifæri felast í skráningu á norskum markaði.“

Nánari upplýsingar veitir:
Halldóra Guðrún Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri VBM


A Gateway to Nordic Investors
VBM and DNB Carnegie open a gateway for Icelandic companies to the Euronext stock exchange
• Cooperation agreement between VBM and DNB Carnegie opens a pathway for companies toEurope’s largest stock exchange
• Provides companies at all growth stages, subject to certain requirements, with access to a diverse group of investors
• DNB Carnegie acts as an issuer of Norwegian Depository Receipts (NDR) for Icelandic securities in the Norwegian Central Securities Depository, Euronext Securities Oslo (ES-OSL)

Reykjavík, 8 September 2025 – The Icelandic Securities Depository (VBM) and the Norwegian banking group DNB Carnegie have signed a cooperation agreement that enables Icelandic issuers of shares, subject to certain requirements, to be recorded in ES-OSL in the form NDR‘s and list on one of the listing venues of Euronext Oslo Børs (EOB) exchange in a simple and efficient manner.

The agreement creates a new opportunity for Icelandic companies seeking to increase their visibility among Nordic investors.

The Euronext Oslo Stock Exchange is a leading marketplace for companies in energy, shipping, fisheries and salmon farming, as well as in software development and health technology. The exchange gives companies at all growth stages access to a diverse group of investors and serves as a key platform for those seeking to expand internationally.

Euronext is the largest group of securities depositories and stock exchanges in Europe, operating across seven markets: Amsterdam, Brussels, Dublin, Copenhagen, Lisbon, Milan, Oslo, and Paris. Euronext serves over 1,900 listed companies and ensures seamless trading in equities, bonds, funds, and derivatives on a daily basis.

DNB Carnegie as issuer of NDR‘s in ES-OSL for Icelandic share issuers 
Enabling issuance of NDR‘s in ES-OSL, DNB Carnegie would deposit a number of shares in an Icelandic issuer with a custodian bank, corresponding to the number of NDR’s to be issued, the shares deposited being the underlying basis for the NDR’s. The NDR’s must be listed on one of the listing venues of EOB. The arrangement enables enhanced visibility towards Nordic and international investors for Icelandic issuers, done via an offering of NDR’s. DNB Carnegie will be issuer of the NDR’s and administrator towards ES-OSL and manage the initial distribution of the NDR’s. Thus, Nordic and international investors may trade NDR’s in ES-OSL based on Icelandic shares.  

Halldóra Guðrún Hinriksdóttir, CEO of VBM:
“This is a very important milestone for the Icelandic financial market. The goal of this cooperation is to enable Icelandic companies to connect with a larger group of investors, especially in Norway and across the Nordics, in a straightforward way. By opening access for Icelandic companies to Euronext Oslo, opportunities arise to deepen the markets where Icelandic companies operate. We are seeing strong interest from Icelandic companies planning to seek funding on the Nordic capital markets. The cooperation between VBM and DNB Carnegie strengthens the Icelandic financial market by expanding financing options and increasing competition.”

Further information:
Halldóra Guðrún Hinriksdóttir, CEO of VBM
 

Eftir Halldóra Guðrún Hinriksdóttir 15. janúar 2025
„Ferli við skráningu og greiðslu víxla hjá VBM gengur hratt og vel fyrir sig og fyrir hönd Ölgerðarinnar get ég fyllilega mælt með þjónustu VBM“. Jón Þorsteinn Oddleifsson, framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs Ölgerðarinnar.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 23. janúar 2024
„Algalíf Iceland hf. hefur skráð hlutabréf félagsins hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. ( VBM) og fær með því lögformlega staðfestingu á eignarhaldi og réttindum fyrir fjárfesta auk þess sem skráning í verðbréfamiðstöð einfaldar vinnu stjórnenda og fjárfestar sjá eignir sínar og hreyfingar í netbanka.  Við erum mjög ánægð að hafa valið að skrá hlutabréf félagsins hjá VBM og vorum leidd í gegnum skráningarferlið af öryggi og fagmennsku.“ Orri Björnsson framkvæmdastjóri Algalíf Iceland hf.
Eftir Stefna Hugbúnaðarhús 27. nóvember 2023
Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að VBM er nú orðinn fullgildur aðili að ECSDA (European Central Securities Depositories Association) , samtökum evrópskra verðbréfamiðstöðva.
Sýna fleiri